Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. október 2015 16:39
Magnús Valur Böðvarsson
Davíð Magnússon hættur hjá HK
Davíð magnússon er hættur hjá HK
Davíð magnússon er hættur hjá HK
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Davíð Magnússon varnarmaður hjá HK hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði á samningi sínum hjá HK og hefur hug á að prófa fyrir sér á nýjum vettvangi.

Davíð hefur leikið allan sinn feril hjá HK ásamt nokkrum leikjum með Ými sem var þá varalið HK. Davíð er leikjahæsti leikmaður HK frá upphafi með 258 leiki og hefur leikið í efstu þremur deildum landsins. Hann lék alla 44 leiki liðsins í 1.deildinni seinustu 2 tímabil og skoraði þrjú mörk.

Davíð er 32 ára gamall og spilaði sem miðvörður í flestum leikjum liðsins segist ekki vera hættur enda í sínu allra besta formi en vil reyna fyrir sér á nýjum stað.

Davíð er annar leikmaður HK sem segir upp samningi sínum en Guðmundur Magnússon gerði það á dögunum. Þá hefur markvörður liðsins Beitir Ólafsson sagst ætla yfirgefa og vil spila í Pepsi deildinni.

Það verður því verðugt verkefni fyrir Reyni Leósson nýráðinn þjálfara HK að púsla saman nýju liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner