Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. október 2015 15:01
Elvar Geir Magnússon
De Gea vill ekki svara spurningum um riftunarákvæði
De Gea á æfingu Man Utd.
De Gea á æfingu Man Utd.
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United, vildi ekki svara spurningum fjölmiðla um hvort hann hefði riftunarákvæði í samningi sínum við enska félagið. De Gea hefur verið orðaður við Real Madrid og sögur um að spænska félagið gæti keypt hann fyrir ákveðna upphæð.

Allt stefndi í það í sumar að De Gea væri á leið til Madrídarliðsins en það féll upp fyrir á lokadegi gluggans. Á endanum skrifaði De Gea undir fjögurra ára samning við United.

Sögusagnir hafa verið í gangi um riftunarákvæði í samningi De Gea sem myndi gefa Madrídarfélaginu færi á að kaupa spænska markvörðinn fyrir 30 milljónir punda.

Eftir 1-0 sigur Spánverja gegn Úkraínu í gær vildi De Gea ekki að neita því að það væri slík klásúla í samningi sínum.

„Þið verðið að spyrja Jorge Mendes, umboðsmann minn, út í þessi mál. Það er hann sem sér um öll svona atriði," segir De Gea en Manchester United hefur heldur ekki viljað svara spurningum um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner