Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Debuchy til Ítalíu í janúar?
Mathieu Debuchy.
Mathieu Debuchy.
Mynd: Getty Images
Corriere dello Sport á Ítalíu segir frá því í dag að hægri bakvörðurinn Mathieu Debuchy gæti yfirgefað Arsenal og haldið í ítölsku A-deildina.

Þessi þrítugi franski leikmaður á ekki lengur fast sæti í liði Arsenal eftir að Spánverjinn ungi Hector Bellerín fór að láta til sín taka. Fátt bendir til þess að Debuchy sé að fara að vinna sér inn fast sæti hjá Arsene Wenger á næstunni.

Debuchy ku vilja spila reglulega í aðdraganda EM 2016 og hefur ítalska félagið Roma sýnt honum áhuga. Mögulegt er að Debuchy fari til Ítalíu í janúarglugganum.

Corriere dello Sport telur að Debuchy gæti farið á lánssamningi til Roma en hann á þrjú ár eftir af gildandi samningi sínum við Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner