Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 13. október 2015 16:47
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Einar Örn: Bara betra að spila á erfiðum útivelli
Icelandair
Einar Örn að störfum í Konya.
Einar Örn að störfum í Konya.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, mun lýsa leik Tyrklands og Íslands í beinni útsendingu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Einar Örn er spenntur fyrir leiknum og hlakkar til að upplifa stemninguna á hinum glæsta Torku leikvangi í Konya.

„Þetta leggst bara ágætlega í mig. Strákarnir eru búnir að vera flottir í eiginlega öllum leikjunum. Þó það hafi verið jafntefli í síðustu leikjum þá er jafntefli nú samt eitt stig, við skulum ekki gleyma því," sagði Einar Örn við Fótbolta.net í dag.

„Þetta er rosalegur völlur, 40 og eitthvað þúsund manns og compact alveg ofan í völlinn. Þetta verður hrikalegur hávaði. Fyrir suma og marga í liðinu okkar er bara betra að spila á erfiðum útivelli, ef menn eru rétt stilltir getur erfiður útivöllur bara hjálpað þeim."

Einar telur að strákarnir séu vel gíraðir í leikinn þó að það sé í raun ekki að miklu að keppa, en viðurkennir að erfitt sé að lesa þá.

„Þeir eru alltaf vel gíraðir, en svo fara þeir alltaf eins og eðlilegt er í pínu stellingar í öllum viðtölum, það koma frasarnir og hlutirnir sem þeir vita að fólk vill heyra, þannig það er erfitt að lesa þá nákvæmlega án þess að vera inni í klefa eða á fundunum með þeim. En manni finnst eins og þeir séu klárir í þetta," sagði Einar.

Aðspurður hvað honum finnst um borgina Konya, þar sem leikurinn er spilaður, var stutt í svör hjá Einari:

„Ég færi ekki hingað í frí."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner