Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 13. október 2015 17:05
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Fáni í nánast hverju sæti á vellinum í Tyrklandi
Icelandair
Fánarnir eru víða á Torku Arena.
Fánarnir eru víða á Torku Arena.
Mynd: Fótbolti.net - Alexander Freyr Einarsson
Tyrkland og Ísland mætast á hinum glæsilega Torku Arena í Konya klukkan 18:45 að íslenskum tíma, en um er að ræða leik í lokaumferð undankeppni EM 2016 í Frakklandi.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir tyrkneska landsliðið, sem á enn fína möguleika á því að fara í umspil um sæti í lokakeppninni. Á meðan er Ísland búið að tryggja sér farseðilinn til Frakklands.

Einungis örfáir dagar eru síðan einn skelfilegasti atburður seinni tíma í Tyrklandi átti sér stað, en framin var hryðjuverkaárás í höfuðborginni Ankara sem kostaði 100 manns lífið. Var í kjölfarið lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og í borginni Konya er víða flaggað í hálfa stöng.

Á leikvangnum sem spilað verður á er búið að setja tyrkneska fána og annars konar mósaík í nánast öll sætin að frádregnum örfáum hólfum og má væntanlega búast við rafmagnaðri stemningu í kvöld.

Torku Arena, heimavöllur tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Konyaspor þar sem leikurinn fer fram, tekur rúmlega 42.000 manns í sæti og er hið glæsilegasta mannvirki. Hann var vígður árið 2014.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá hvernig tómur leikvangurinn lítur út, en til að setja hlutina í samhengi eru öll sætin raunverulega græn.
Athugasemdir
banner
banner