Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 13. október 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Reuters/Yahoo 
Myndband: Þjálfari Litháen sagði af sér eftir leik
Pankratjevas er langt frá því að vera dáður í heimalandinu.
Pankratjevas er langt frá því að vera dáður í heimalandinu.
Mynd: Getty Images
Fréttamannafundur Igoris Pankratjevas eftir tap Litháa gegn Englendingum í gær var tæp mínúta á lengd.

Pankratjevas nýtti fundinn til að setjast niður og gefa stutta yfirlýsingu með uppsögn sinni.

Uppsögnin kemur ekki á óvart enda hefur Litháen átt slæma undankeppni þar sem liðið fékk aðeins fjögur stig úr átta leikjum, auk sex stiga úr tveimur leikjum gegn San Marínó.

England tefldi fram ungu og tilraunakenndu byrjunarliði í leiknum í gær og vann 3-0 með mörkum frá Ross Barkley og Alex Oxlade-Chamberlain auk sjálfsmarks sem var upprunalega skráð á Harry Kane.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner