Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 13. október 2015 09:30
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Ólafur Ingi: Maður var bara í símanum við fjölskylduna
Icelandair
Frá æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir komandi leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Ólafur býr sjálfur í Tyrklandi og spilar í efstu deild þar í landi og getur því nokkurn veginn gert sér í hugarlund á hverju er von.

„Þetta var fínt ferðalag, það var gott að geta tekið beint flug. Það var gaman að æfa á þessum fína velli og það verður örugglega hörkustemning á morgun. Þeir eru í séns á að ná þessu þriðja sæti þannig þetta verður gaman," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net, en hann viðurkennir að andrúmsloftið á vellinum gæti orðið hatrammt.

„Það gæti orðið það, það fer svolítið eftir úrslitum. Ef við vinnum þetta er ég alveg viss um að það verða einhver læti en vonandi fer þetta allt vel fram. Það er hægt að eiga von á hverju sem er."

Skelfilegur atburður átti sér stað í tyrknesku höfuðborginni Ankara á dögunum þar sem 100 manns létu lífið í hryðjuverkaárás. Ólafur spilar með Genclerbirligi í þessari sömu borg og viðurkennir að það hafi verið vond tilfinning að frétta af árásinni.

Sjálfur var hann á Íslandi með landsliðinu en fjölskylda hans var hins vegar öll stödd í Ankara þegar árásin átti sér stað. Sem betur fer voru þau fjarri sprengingunni.

„Maður var bara í símanum við fjölskylduna og sjá hvort það væri ekki allt í góðu. Við búum ekki nálægt þessu en þetta var rétt hjá vellinum okkar. Þetta er náttúrulega bara hræðilegt og maður er hálf sjokkeraður yfir þessu, að þetta sé svona nálægt manni í rauninni. Maður vonar að þetta sé endirinn að þessu," sagði Ólafur Ingi, sem segist hafa komið á svæðið sem varð fyrir árásinni.

„Eins og ég segi er þetta bara rétt við heimavöll okkar og það er stór garður þarna, þetta er mjög fjölskylduvænt svæði og það eru þarna leikvellir í kring og stór íþróttaaðstaða, bæði körfuboltavöllurinn og svo okkar völlur. Maður er hálf sjokkeraður yfir því að fólk skuli fara þetta langt í svona löguðu."

Ólafur segist hins vegar núna einbeita sér að því að vinna Tyrkina í lokaleiknum.

„Ekki spurning, við settum okkur það markmið fyrir þessa tvo leiki að við ætluðum að vinna þennan riðil. Það stendur ennþá og við erum ennþá efstir, þetta er í okkar höndum. Ef við vinnum þennan leik væri það æðislega gaman, það er frábært að fá þennan leik undir lokin," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner