banner
   þri 13. október 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Skrtel ruddist inn í viðtal trylltur af gleði
Mynd: Getty Images
Það er mikið um dýrðir í Slóvakíu eftir að landslið þjóðarinnar tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins. Marek Hamsik skoraði tvívegis í 4-2 sigri gegn Lúxemborg í gær en eftir úrslitin var ljóst að Slóvakía hefði náð þessu markmiði sínu.

Slóvakía var hluti af Tékkóslóvakíu sem vann EM 1976 en þetta er í fyrsta sinn sem þjóðin kemst í lokakeppni Evrópumótsins sem sjálfstætt ríki.

Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool og Slóvakíu, varð trylltur af gleði eftir leikinn í gær.

Jan Kozak, þjálfari Slóvaka, var í sjónvarpsviðtali þegar Skrtel og nokkrir liðsfélagar hans ruddust inn í viðtal í fagnaðarlátum eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner