þri 13. október 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Stefan Effenberg tekur við Paderborn (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Stefan Effenberg hefur verið ráðinn þjálfari hjá Paderborn í þýsku B-deildinni.

Effenberg átti skrautlegan feril en hann spilaði lengi á miðjunni hjá FC Bayern sem og með Gladbach og Wolfsburg.

Effenberg lagði skóna á hilluna árið 2004 en þessi 47 ára gamli kappi er nú að fara í sitt fyrsta alvöru þjálfarastarf.

Effenberg fékk á sínum tíma 109 gul spjöld á sex tímabilum í þýsku Bundesligunni en það er met.

Ferill Effenberg með þýska landsliðinu varð styttri en áætlanir stóðu til eftir að hann var rekinn úr liðinu fyrir að senda stuðningsmönnum fingurinn á HM 1994.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner