Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 13. október 2015 11:23
Magnús Már Einarsson
Þjálfari U21 árs liðs Skota veit ekkert um uppgang Íslands
Ricky Sbragia var stjóri Sunderland hluta af tímabilinu 2008-2009.
Ricky Sbragia var stjóri Sunderland hluta af tímabilinu 2008-2009.
Mynd: Getty Images
Árangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá mörgum fótboltaáhugamönnum í Evrópu eftir að farseðillinn á EM var í höfn.

U21 árs landsliðið er einnig í flottum málum í undankeppni EM með tíu stig eftir fjóra leiki. U21 árs liðið heimsækir Skota í dag en Ricky Sbragia, þjálfari Skotana, hefur nákvæmlega ekkert kynnt sér uppganginn í íslenskum fótbolta.

„Ég get ekki sagt til um það því að ég hef ekki komið þangað áður og ég hef ekki ennþá séð þá spila. Þeir hafa á einhvern hátt góða formúlu," sagði Sbragia aðspurður út í það af hverju Íslendingum gengur svona vel.

„Ég reikna með því að margir leikmenn frá þeim (í A-landsliði Íslands) spili í Evrópu en ég gæti haft rangt fyrir mér. Ég held að það hjálpi liðinu þeirra líka en tíminn mun leiða það í ljós."

„Ég get ekki svarað spurningunni um hvað þeir eru að gera rétt en þeir virðast koma með lið sem hefur sigurhugarfar. Þeir eru að standa sig mjög vel."

Athugasemdir
banner
banner