Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
U21 árs landsliðið á leik í Skotlandi
Íslensku strákarnir fögnuðu dátt eftir frækinn sigur á Frökkum í september.
Íslensku strákarnir fögnuðu dátt eftir frækinn sigur á Frökkum í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír leikir á dagskrá í íslenska riðlinum í undankeppni EM U21 árs landsliða.

Ísland er á toppi riðilsins og heimsækir Skotland í dag, en Skotar eru með mjög sterkt lið og rétt töpuðu fyrir Frökkum á laugardaginn og lögðu Norður-Íra af velli í fyrstu umferð.

Norður-Írar eru með eitt stig, sem kom gegn Íslandi, eftir tvo leiki. Þeir mæta Makedónum sem töpuðu á Íslandi en unnu Úkraínu á heimavelli.

Frakkar eiga þá æsispennandi leik við Úkraínu sem er óheppið að vera stigalaust á botni þessa gífurlega sterka undanriðils.

Riðill 3:
16:00 Norður-Írland - Makedónía
16:45 Skotland - Ísland
16:45 Frakkland - Úkraína
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner