Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. október 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar spá í Liverpool - Manchester United
Það er rosalegur leikur framundan á Anfield á morgun.
Það er rosalegur leikur framundan á Anfield á morgun.
Mynd: Getty Images
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erkifjendurnir í Liverpool og Manchester United eigast við á Anfield klukkan 11:30 á morgun. Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að setjast í spámannssætið og spá í leikinn.



Kjartan Atli Kjartansson - 365
Þetta verður svakalegur leikur. Að Mané sé ekki með mun breyta miklu fyrir Liverpool. Ég sé fyrir mér slatta af mörkum í leiknum og held að Lukaku eigi eftir að skora eitt, jafnvel tvö. Ég tippa á 3-2 sigur United. Góðar stundir.

Viðar Örn Kjartansson - Landsliðsmaður
Held að Liverpool taki Man Utd í kennslustund á morgun. Þessi leikur fer 3-0. Salah 2 og Ragnar Klavan lokar þessu í restina. Síðan er Enski á leiknum líka og það mun hafa góð áhrif á Liverpool a morgun.

Hjálmar Örn Jóhannsson - Snapchat stjarna
Ég hef verið að lesa í umhverfið undanfarið til að sjá hvernig leikurinn endar, og það er ekki hægt að neita því að þessir tveir sleikar hjá Enska segja manni að Liverpool skori 2 mörk, kúrið hjá honum bendir til þess að það verði rautt spjald. Mín Spá 2-0 og eitt rautt.

Kristjana Arnarsdóttir - RÚV
Liverpool þarf nauðsynlega á stigum að halda en þau koma ekki á Anfield á morgun, United vinnur þennan leik – sem verður hundleiðinlegur þó. Það reynir hins vegar á mína menn í United núna, enda búnir að spila við öllu slakari lið en Liverpool hingað til. Romelu Lukaku skorar í fyrri hálfleik og tryggir United stigin þrjú.

Viðar Skjóldal (Enski) - Snapchat stjarna
Ég verð á leiknum á morgun og það er mjög góð stemning hér í Liverpool. Það er að byggjast upp gott andrúmsloft. Þetta fer 2-1 fyrir Liverpool. Mane meiddist og hann getur ekki skorað meiddur svo ég verð að breyta spánni sem ég var búinn að spá um daginn. Við lendum undir 1-0 en Coutinho jafnar rétt fyrir hlé. Sturridge kemur inn á og skorar sigurmarkið í lokin.

Haukur Páll Sigurðsson - Valur
Þetta verður bráðskemmtilegur leikur sem endar með 2-1 sigri Liverpool. Lukaku kemur Man Utd yfir í fyrri hálfleik en Coutinho sér til þess að Liverpool vinnur þennan leik og skorar bæði mörkin fyrir sitt lið. Enski verður svo stjórnlaus í Liverpool borg um kvöldið

Davíð Snorri Jónasson - Aðstoðarþjálfari Stjörnunnar
Risa stór leikur í hádeginu eftir landsleikjahlé. Mourinho mun sætta sig við stig og Klopp nær ekki fram allri orkunni sem hann þarf til að vinna leikinn á sinn hátt. Man U lokar leiknum 0-1, líklega eftir horn. Höfum öll séð þennan leik áður frá Jose Mourinho.

Doddi litli - Rás 2
Þarna fáum við loksins próf á Man U krakkana. Hafa gert fína hluti gegn liðum sem þeir eiga að vinna til þessa á mótinu, leikir sem þeir misstu niður í jafntefli og töp í fyrra. Liverpool hafa verið í veseni með meiðsli og bönn á sínum bestu mönnum og ég ætla ekkert að ljúga, ég grét ekki mikið þegar ég sá að Mane væri ekki með. En Man U er án sinnar stærstu stjörnu Fellaini svo þetta jafnast út. Það verður gaman að sjá misgóða vörn Liverpool reyna sig við funheitan Lukaku sem hefur vist ekki verið merkilegur gegn Liver í gegnum tíðina en einhverntíma er allt fyrst. Vandamálið ætti ekkert að vera mikið á miljunni hjá Man U með Herrera og Matic heila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og segja að Man klári þennan frekar leiðinlega leik 0-2 og Luki verði loksins með stórleik á móti Liverpool. Ég sé rautt kort einhversstaðar, væntanlega á Liverpool þar sem ég spái þeim tapi og Fellaini er ekki með.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner