Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. október 2017 20:40
Elvar Geir Magnússon
Championship: Aron kom af bekknum og meiddist í tapi
Hörður Björgvin ónotaður
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson byrjaði á varamannabekknum hjá Cardiff þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Birmingham í kvöld.

Cardiff er með eins stigs forystu á toppi Championship-deildarinnar en hætta er á að liðið missi toppsætið um helgina.

Aron kom inn sem varamaður á 68. mínútu og kom sterkur inn en meiddist í lokin og neyddist Cardiff til að spila manni færri síðustu mínúturnar þar sem liðið hafði notað allar skiptingar sínar.

Aron meiddist á ökkla og reyndi að spila eftir aðhlynningu en gafst upp.

Þrátt fyrir þunga pressu í lokin tókst Cardiff ekki að finna jöfnunarmarkið gegn Birmingham sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Steve Cotterill.

Aron var tæpur fyrir landsleikina gegn Tyrklandi og Kosóvó en byrjaði þá báða og hjálpaði Íslandi að tryggja sér sæti á HM. Neil Warnock, stjóri Cardiff, var mjög ósáttur við að Aron færi í verkefnið.

Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður hjá Bristol City sem gerði markalaust jafntefli gegn Burton. Bristol mistókst að komast upp í annað sæti, er í þriðja sæti deildarinnar en Burton í því tuttugasta.

Birmingham 1 - 0 Cardiff City
1-0 Che Adams ('19 )

Bristol City 0 - 0 Burton Albion


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner