fös 13. október 2017 21:03
Þórður Már Sigfússon
Hislop stórmannlegur þrátt fyrir að missa metið í hendur Íslendinga
Shaka Hislop segist samgleðjast Íslendingum.
Shaka Hislop segist samgleðjast Íslendingum.
Mynd: Getty Images
Shaka Hislop, fyrrum landsliðsmarkvörður Trínidad og Tóbagó og núverandi knattspyrnusérfræðingur ESPN, samgleðst Íslendingum sem tryggðu sér HM-farseðilinn til Rússlands á mánudaginn.

Þegar lokaflautið gall á Laugardalsvellinum missti Trínidad metið sem minnsta þjóð til að tryggja sér þátttökurétt á HM í hendur Íslendinga og virtist Hislop bera sig stórmannlega í viðtölum eftir leikinn.

Hann hafði áður látið hafa eftir sér að hann vildi ekki sjá neina aðra þjóð bæta metið.

„Þeir slógu metið svo um munar og í hreinskilni sagt held ég að það verði þeirra til frambúðar,“ sagði Hislop í knattspyrnuumræðuþætti á ESPN.

Hann hældi íslensku knattspyrnuhreyfingunni og telur að Ísland verði nú fyrirmynd annarra smáþjóða .

„Þeir endurskoðuðu hlutina hjá sér og úrslitin hafa ekki látið á sér standa. Ég held að þetta sé ekki skammtímaárangur sem einn góður leikmannaárgangur mun halda uppi. Ég held að Ísland muni halda áfram að ná árangi og við komum til með að sjá aðrar þjóðir horfa í auknum mæli til Íslands.“
Athugasemdir
banner
banner
banner