Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. október 2017 15:05
Magnús Már Einarsson
Leiknir og ÍR ræða saman um sameiningu
Úr leik hjá Leikni og ÍR fyrir nokkrum árum.  Sameinast þessi félög undir nýjum merkjum í Breiðholti?
Úr leik hjá Leikni og ÍR fyrir nokkrum árum. Sameinast þessi félög undir nýjum merkjum í Breiðholti?
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Leiknir og ÍR í Breiðholti ætla að ræða saman í nóvember um mögulega sameiningu á knattspyrnudeildum félaganna.

„Það er ekki búið að ákveða neitt en það er vilji hjá félögunum að taka þessa umræðu áfram. Það verður gert núna í nóvember," sagði Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður knattspyrnudeildar Leiknis, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hávær umræða fór af stað um sameiningu félagana í júlí síðastliðnum eftir umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net. Rætt er um að sameina alla knattspyrnu í Breiðholti í nýju sameinuðu félagi.

„Ég sé það fyrir mér þannig að það sé verið að sameina knattspyrnuna í Breiðholti og þá horfi á meistaraflokk og niður, karla og kvenna. Það yrði útfærsluatriði hvernig æfingum yrði háttað í hverfunum en þetta er ekki komið svo langt. Bæði félög eru tilbúin að ræða þetta og athuga hvort þetta sé hægt og þá með hvaða leiðum," sagði Guðmundur.

Guðmundur segir að horft sé til lengri tíma með sameiningu og að liðin verði ekki sameinuð fyrir næsta sumar.

„Ég held að þetta yrði aldrei fyrr en 2019 í fyrsta lagi. Það er alltof stutt í mót og liðin eru farin að ráða þjálfara og fá leikmenn. Þetta er ekki að fara að gerast á næsta ári. Það næst aldrei. Það er hins vegar góður hugur í að taka þessa umræðu áfram. Það er búið að skipuleggja fundi í nóvember um þessi málefni. Félögin eru að skoða þessa hluti," sagði Guðmundur.

Sjá einnig:
Umræðan um sameiningu í Breiðholti orðin hávær
Vonar að menn setjist niður í kjölfar umræðunnar og ræði sameiningu í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner