Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. október 2017 19:00
Magnús Már Einarsson
Mackay stýrir Skotum tímabundið
Malky Mackay.
Malky Mackay.
Mynd: Getty Images
Malky Mackay hefur verið ráðinn þjálfari skoska landsliðsins en um tímabundna ráðningu er að ræða.

Gordon Strachan hætti störfum í gær eftir að Skotum mistókst að komast í umspil um sæti á HM.

Hinn 45 ára gamli Mackay er í starfi hjá skoska knattspyrnusambandinu og hann mun stýra landsliðinu gegn Hollendingum í vináttuleik þann 9. nóvember.

Mackay var stjóri Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff á sínum tíma.

Hann hefur einnig stýrt Watford og Wigan á ferli sínum en í desember í fyrra var hann ráðinn sem yfirmaður hæfileikamótunar hjá skoska sambandinu.
Athugasemdir
banner