Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. október 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Mata: Enginn leikur líkur þessum
Mynd: Getty Images
Juan Mata, leikmaður Manchester United, er spenntur fyrir því að heimsækja Anfield á morgun og leika við erkifjendurnar í Liverpool. Mata telur að þetta sé stærsti leikurinn á hverju tímabili hjá United.

„Ég tel það. Síðan ég kom hingað hefur alltaf verið mikill rígur. Allir á æfingasvæðinu og stuðningsmennirnir á götunum minna mig á Liverpool er leikurinn," sagði Mata.

„Það er enginn leikur líkur þessum leik. Í sögunni hafa þetta verið frábærir leikir og mikill rígur. Þetta er sérstakur leikur að spila í og við erum mjög heppnir að fá að spila í þessum leikjum."

„Á Spáni er viðhorfið þannig að allir stórleikirnir í ensku úrvalsdeildinni eru svipaðir. Þegar þú kemur til Englands þá áttar þú þig á því að United - Liverpool stendur upp úr."


Mata skoraði bæði mörk United í 2-1 sigri á Liverpool árið 2015 en síðara markið gerði hann með glæsilegri klippu.

„Ég á nokkuð góðar minningar frá leikjum okkar gegn Liverpool. Þó það séu nokkur ár síðan þá minna allir stuðningsmenn United mig á þetta mark af og til. Þegar þú spilar með United og skorar á Anfield og vinnur þá man fólk eftir því," sagði Mata.
Athugasemdir
banner
banner
banner