Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 13. október 2017 13:36
Magnús Már Einarsson
Pochettino ósáttur með Guardiola: Sorgleg ummæli og vanvirðing
Pochettino bítur frá sér.
Pochettino bítur frá sér.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur skotið á Pep Guardiola kollega sinn hjá Manchester City. Guardiola sagði á dögunum að Tottenham væri „Harry Kane liðið" og vísaði þar í það hversu mikið Kane dregur vagninn í markaskorun.

„Þetta voru sorgleg ummæli. Þetta sýndi vanvirðingu gagnvart mörgum og mörgum fannst þetta vera vanvirðing," sagði Pochettino í dag.

„Þetta er leiðinlegt. Þetta eru ummæli sem eiga ekki heima í fótboltanum. Þetta sýndi enga virðingu. Leikmennirnir hlógu að þessu."

„Hann er frábær stjóri. Hann er einn af bestu stjórum í heimi svo af hverju ætti hann að segja þetta? Þetta er ekki gott hjá honum."

„Þetta var vanvirðing. Hann átti mikill velgengni að fagna hjá Barcelona og margir sögðu að það hefði bara verið út af Messi. Hann sagði það aldrei sjálfur og ég trúði því ekki sjálfur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner