Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. október 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Sigurvegari í Draumaliðsdeild Eyjabita - Var orðinn stressaður í lokin
Sævar Breki sonur hans.  Þeir feðgar eru miklir Liverpool og Barcelona menn.
Sævar Breki sonur hans. Þeir feðgar eru miklir Liverpool og Barcelona menn.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Pétur Breiðfjörð hrósaði sigri í Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar með lið sitt Breiðfjörð FC. Pétur endaði með 1280 stig, 42 stigum meira en Steinar Ægisson sem var í 2. sæti með liðið T-pain og félagar.

„Ég var orðinn stressaður í restina. Forskotið fór niður í þrjú stig þegar 4-5 umferðir voru eftir," sagði Pétur við Fótbolta.net þegar hann kom og sótti verðlaunin. Um er að ræða stórar birgðir af harðfisk frá Eyjabita.

Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindvíkinga, var stigashæsti leikmaðurinn í sumar með 147 stig.

„Andri skilaði mest í sumar. Bjarni Ólafur (Eiríksson) kom sterkur inn, sérstaklega seinni hlutann. Ég keypti hann sem betur fer um mitt mót," sagði Pétur.

„Ég og Jobbi (Jósef Kristinn Jósefsson) í Stjörnunni vinnum saman og erum góðir vinir. Ég ætlaði að hafa hann sem fyrirliða í lokaumferðinni, það var einhver tilfinning sem sagði mér það. Ég hélt hins vegar Andra sem fyrirliða því ég bjóst við 2-3 mörkum frá honum. Jobbi tók 15 stig í síðustu umferðinni og ég hefði fengið 30 stig fyrir hann ef ég hefði fylgt tilfinningunni. Hann skilaði vel í allt sumar."

Pétur ætlar að sjálfsögðu að taka aftur þátt í Draumaliðsdeildinni á næsta ári og reyna að verja titilinn.

„Það er engin spurning. Það er númer 1, 2 og 3 að halda titlinum. Það þarf líka að vera heppinn eins og ég var í upphafi móts. Ég treysti á Andra Rúnar sem var frekar óþekktur. Maður þarf að reyna að veðja réttan hest líka næst," sagði Pétur.

Efstu liðin í Draumaliðsdeildinni í ár
1. Breiðfjörð FC (Pétur Breiðfjörð) 1280 stig
2. T-pain og félagar (Steinar Ægisson) 1238 stig
3. Flugfreyjurnar (Orri) 1237 stig
4. FC Svanhildur (Sigurbjörn Hafþórsson) 1231 stig
5. TeamJuan (Vilmundur) 1230 stig

Hér að neðan má sá liðið sem Pétur lauk mótinu með.
Athugasemdir
banner