Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mið 13. nóvember 2013 15:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: index.hr 
Líklegt byrjunarlið Króatíu á föstudag
Mario Mandzukic.
Mario Mandzukic.
Mynd: Getty Images
Króatískir fjölmiðlar eiga erfitt með að stilla upp líklegu byrjunarlið Króatíu í leiknum á föstudag enda erfitt að rýna í hvað nýr þjálfari liðsins, Niko Kovac, mun gera.

Óvíst er hvort Ivica Olic, framherji Wolfsburg, geti spilað en hann á við meiðsli að stríða.

Hinn þaulreyndi Stipe Pletikosa verður í markinu. Danijel Pranjić, leikmaður Panathinaikos, gæti verið í vinstri bakverði en þó er talið líklegast að þar muni Josip Simunic hjá Dinamo Zagreb spila.

Dejan Lovren, varnarmaður Southampton, verður í hjarta varnarinnar en hann hefur leikið frábærlega í ensku úrvalsdeildinni. Líklegast er að Vedran Corluka sem nú spilar fyrir Lokomotiv í Moskvu verði við hlið hans en þó gæti Simunic verið látinn í miðvörðinn og Corluka þá í hægri bakvörð.

Samkvæmt líklegu byrjunarliði index.hr verður Darijo Srna hjá Shaktar Donetsk í hægri bakverðinum en hann gæti einnig verið notaður sem hægri kantmaður.

Miðjumaðurinn ungi Mateo Kovacic hjá Inter verður við hlið Luka Modric hjá Real Madrid. Ivo Ilicevic hjá Hamborg er líklegastur á hægri kantinn og Eduardo da Silva, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Shaktar Donetsk, á þann vinstri. Ivan Perisic hjá Wolfsburg er einnig nefndur sem möguleiki á vinstri kantinn.

Allir virðast sammála um að Mario Mandzukic, leikmaður FC Bayern, muni spila í fremstu víglínu og Ivan Rakitic hjá Sevilla verði í holunni þar fyrir aftan.

Hér má sjá líklegt byrjunarlið að mati vefsíðunnar index.hr:
Athugasemdir
banner
banner
banner