Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 13. nóvember 2014 09:37
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Pétur Pétursson ekki með Rúnari til Lilleström
Pétur og Rúnar að störfum fyrir KR.
Pétur og Rúnar að störfum fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson verður ekki aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström í Noregi en hann og félagið náðu ekki samkomulagi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

„Það stóð til að ég færi með honum í þetta dæmi. Það var of mikill munur á milli mín og félagsins í samningaviðræðunum. Við náðum bara ekki saman. Mér fannst það ferlega leiðinlegt því þetta var spennandi dæmi," sagði Pétur við Fréttablaðið.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er nú orðaður við stöðu aðstoðarmanns Rúnars sem er á leiðinni út og verður kynntur sem nýr þjálfari Lilleström á næstu dögum.

Pétur hefur verið aðstoðarmaður Rúnars hjá KR undanfarin ár og er nú í leit að þjálfarastarfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner