Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 13. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Arnór Smára: Við sem höfum minna spilað komum á öðrum forsendum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á meðan lykilmenn landsliðsins geta sleikt sólina og notið sín í landsliðsverkefninu í Katar þá eru þeir leikmenn sem berjast um að vera með flugvélinni til Rússlands á næsta ári ákveðnir í að nýta þennan glugga til að sýna sig og sanna.

„Þetta er flott tækifæri fyrir okkur sem hafa spilað minna að fá einhverjar mínútur til að sýna okkur. Svo einnig er hægt að verðlauna þá sem hafa staðið sig frábærlega í gegnum undankeppnina. Þetta er flott verkefni," segir Skagamaðurinn Arnór Smárason.

„Við sem höfum spilað minna komum hingað á aðeins öðruvísi forsendum. Við viljum nýta okkar tækifæri. Ég er vel stemmdur í leikinn gegn Katar."

Líklegt er að Arnór fái spiltíma í vináttuleiknum gegn Katar sem verður á morgun, 16:30 að íslenskum tíma.

Arnór leikur með Hammarby í Svíþjóð og er ánægður með hvernig sér gekk á nýliðnu tímabili.

„Ég byrjaði flesta leiki og það gekk vel, ég skoraði fimm mörk. Við enduðum um miðja deild og náðum besta árangri Hammarby í tíu ár. Það er stígandi í þessu og vonandi gerum við enn betur á næsta tímabili. Það er markmiðið og það er gaman að vera með í því."

Hvernig leikkerfi er liðið að spila og hvar er Arnór í því?

„Við höfum verið að spila 4-1-4-1. Í byrjun tímabils var ég á hægri kanti og svo seinni hlutann inni á miðri miðjunni. Þetta eru stöður sem ég hef mikið verið að spila í gegnum tíðina og kann vel við mig í."

Arnór vonast til að fjölhæfni sín auki möguleikana á að komast til Rússlands.

„Það er jákvætt að geta leyst fleira en eina stöðu. Ef menn lenda í meiðslum og þarf að grípa inn í þá er maður til taks."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner