Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 13. nóvember 2017 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Twitter - Stuðningsmenn Ítalíu brjálaðir
Mynd: Getty Images
Ítalir gerðu markalaust jafntefli við Svía eftir að hafa tapað fyrri leiknum á útivelli og komast þar af leiðandi ekki á HM í fyrsta sinn síðan 1958.

Ítalir og stuðningsmenn landsliðsins eru skiljanlega öskureiðir og beinist sú reiði aðallega að Gian Piero Ventura, landsliðsþjálfaranum.

Það er helst kvartað yfir því að Lorenzo Insigne hafi ekki komið við sögu í leiknum. Þá hefur þökkum rignt yfir Gianluigi Buffon sem spilaði sinn síðasta landsleik í kvöld.

Þá hefur ítalska knattspyrnusambandið verið gagnrýnt fyrir að ráða Ventura í þetta starf, enda hefur hann ekki unnið neitt á þjálfaraferlinum frá því að hann stýrði Lecce til sigurs í ítölsku C-deildinni árið 1996.














Athugasemdir
banner