Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. desember 2017 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Lukaku hetjan - Töpuð stig hjá Liverpool og Arsenal
Lukaku skoraði loksins.
Lukaku skoraði loksins.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku batt endi á markaþurrð sína á meðan Liverpool og Arsenal töpuðu mikilvægum stigum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Manchester United fékk Bournemouth í heimsókn og þar nægði aðeins eitt mark. Það gerði Belginn Romelu Lukaku á 25. mínútu en hann hafði farið í gegnum nokkra leiki án þess að skora fyrir kvöldið í kvöld. Hann fer væntanlega nokkuð sáttur heim.

Man Utd er áfram 11 stigum á eftir nágrönnum sínum í City sem unnu Swansea fyrr í kvöld.

Liverpool gerði markalaust jafntefli gegn West Brom og á sama tíma gerði Arsenal slíkt hið sama gegn West Ham. Liverpool er í fimmta sæti, 18 stigum frá Manchester City. Arsenal er með einu stigi minna og situr eftir leikinn í kvöld í sjöunda sætinu.

Tottenham hefur unnið tvo leiki í röð, í kvöld 2-0 sigur á Brighton. Serge Aurier og Son Heung-Min skoruðu mörk Spurs.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar úr leikjunum sem voru að klárast nú fyrir stuttu.

Manchester Utd 1 - 0 Bournemouth
1-0 Romelu Lukaku ('25 )

West Ham 0 - 0 Arsenal

Liverpool 0 - 0 West Brom

Tottenham 2 - 0 Brighton
1-0 Serge Aurier ('40 )
2-0 Son Heung-Min ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner