mið 13. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton mun verðlauna Kenny með nýjum samningi
Mynd: Getty Images
Everton ætlar að verðlauna varnarmanninn Jonjoe Kenny fyrir góða frammistöðu sína á tímabilinu með nýjum samningi við félagið sem gildir fram að sumrinu árið 2022.

Þetta herma heimildir götublaðsins Mirror.

Kenny hefur verið einn af ljósu punktunum í liði Everton á tímabilinu, en þeir hafa ekki verið margir.

Samkvæmt Mirror er Sam Allardyce, stjóri Everton, mjög hrifinn af leikmanninum og því sem hann hefur séð frá honum hingað til.

Stóri Sam sér Kenny sem framtíðarleikmann og arftaka fyrir Seamus Coleman sem mun snúa aftur fljótlega eftir að hafa verið frá í næstum því ár eftir að hafa fótbrotnað í landsleik með Írlandi.

Kenny verður í baráttunni með Everton gegn Newcastle í einum af leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner