Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. desember 2017 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Munum aldrei vanmeta neinn
Pep Guardiola er að gera flotta hluti.
Pep Guardiola er að gera flotta hluti.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola getur ekki verið annað en sáttur með gengi Manchester City á tímabilinu hingað til.

City hefur unnið 16 leiki og gert eitt jafntefli í ensku úrvalsdeildinni, og í kvöld var Swansea lítil sem engin fyrirstaða.

„Miðað við það að við höfum spilað marga leiki að undanförnu, þar á meðal erfiðan leik gegn Old Trafford fyrir þremur dögum, vorum við flottir í kvöld, þetta var góð frammistaða. Þegar liðið spilar vel ertu ánægður," sagði Guardiola eftir leikinn.

Með David Silva fremstan í flokki valtaði Man City yfir Swansea. Silva skoraði tvö af mörkum liðsins í 4-0 sigri. Hann fékk í kjölfarið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir sína frammistöðu.

„Ég er svo ánægður fyrir hönd David (Silva). Við getum ekki falið gæði hans en hann hefur ekki skorað mörg mörk í gegnum tíðina. Hann er beittur og hann er að spila frábærlega."

Guardiola segir að það komi ekki til greina að vanmeta eitt eða neitt lið, það er ekki í boði!

„Það mun ekki gerast. Við krefjumst mikils af leikmönnunum. Við getum tapað, við getum tapað stigum, en að vanmeta, það mun aldrei gerast," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner