Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. desember 2017 09:56
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Hallgrímur virðist á leið í KA
Hallgrímur á 16 landsleiki en hefur ekki verið inni í myndinni síðustu tvö ár.
Hallgrímur á 16 landsleiki en hefur ekki verið inni í myndinni síðustu tvö ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson mun að öllum líkindum ganga í raðir KA samkvæmt frétt Vísis.

Hallgrímur er 31 árs og er hjá danska félaginu Lyngby. Fjölskylda hans er flutt til Akureyrar.

Meðal félaga sem sýndi Hallgrími áhuga var Íslandsmeistaralið Vals sem hugsaði hann sem kost til að fylla skarð Orra Sigurðar Ómarssonar sem virtist á leið til Horsens í Danmörku. Nú er þó ljóst að Orri fer ekki þangað.

Hallgrímur hefur verið í atvinnumennsku í Skandinavíu síðan 2009 en hann lék með Keflavík, Þór Akureyri og uppeldisfélaginu Völsungi áður en hann fór út.

Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl.

KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner