Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. desember 2017 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert fær fá tækifæri hjá PSV
Fer hann á láni í janúar?
Albert er fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands.
Albert er fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands.
Mynd: Raggi Óla
Albert Guðmundsson, fyrirliði U21 landsliðs Íslands, sat allan tímann á varamannabekknum þegar PSV mætti Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

PSV var komið 2-0 yfir eftir 16 mínútur áður en Groningen minnkaði muninn. Marco van Ginkel skoraði annað mark sitt og þriðja mark PSV áður en fyrri hálfleikurinn var úti.

Á 54. mínútu minnkaði Groningen muninn úr vítaspyrnu. Þegar uppbótartíminn var birtur var staðan enn 3-2, en á 95. mínútu tókst Groningen að koma inn jöfnunarmarki.

Mikil dramatík er liðin skiptust á jafnan hlut. PSV hefur nú 40 stig á toppi deildarinnar en liðið hefur ekki unnið síðustu tvo leiki sína. Um helgina tapaði liðið gegn erkifjendum sínum í Ajax. Þar var Albert líka ónotaður varamaður.

Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum með aðalliði PSV á tímabilinu.

Albert er einn af þeim leikmönnum sem gera tilkall í að fara á HM með Íslandi næsta sumar. Það er spurning hvort hann reyni að komast í annað lið á láni í janúar.

Sjá einnig:
Albert til Rússlands, Heimir! (Pistill)
Athugasemdir
banner
banner