Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. desember 2017 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: AC Milan með þægilegan sigur í bikarnum
Milan fór auðveldlega áfram.
Milan fór auðveldlega áfram.
Mynd: Getty Images
AC Milan átti ekki í miklum vandræðum með að komast í 8-liða úrslit ítölsku bikarkeppninnar í kvöld.

Milan fékk Hellas Verona í heimsókn. Eftir hálftíma var staðan orðin 2-0 og þegar dómarinn flautaði til leiksloka var staðan á töflunni 3-0. Hinn efnilegi Patrick Cutrone skoraði þriðja mark Milan.

Nágrannar AC Milan í Inter komust áfram í gær. Inter mætti C-deildarliði Pordenone í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar vann Inter naumlega. Fyrr í kvöld komst Fiorentina einnig áfram.

Fiorentina fékk Sampdoria í heimsókn og úr varð hörkuleikur. Fiorentina komst tvisvar yfir en Sampdoria jafnaði tvisvar. Staðan var 2-2 þegar komið var fram í uppbótartíma en þá fékk Fiorentina sína aðra vítaspyrnu í leiknum. Jordan Veretout steig aftur á punktinn og skoraði öðru sinni, lokatölur 3-2.

Fiorentina 3 - 2 Sampdoria
1-0 Khouma Babacar ('2)
1-1 Edgar Barreto ('39)
2-1 Jordan Veretout ('59, víti)
2-2 Gaston Ramirez ('77)
3-2 Jordan Veretout ('90, víti)

AC Milan 3 - 0 Hellas Verona
1-0 Suso ('22)
2-0 Alessio Romagnoli ('30)
3-0 Patrick Cutrone ('55)

Sjá einnig:
Bauluðu hátt á Donnarumma
Athugasemdir
banner
banner
banner