Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. desember 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Klaufalegur og barnalegur varnarleikur hjá Lovren"
Mynd: Getty Images
John Aldridge, fyrrum leikmaður Liverpool, var ekki hrifinn af varnartilburðum Króatans Dejan Lovren um helgina.

Lovren fékk dæmda á sig vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool í grannaslagnum gegn Everton um liðna helgi. Hann ýtti við Dominic Calvert-Lewin sem féll til jarðar.

Smelltu hér til að sjá myndband af vítaspyrnudómnum.

Stuðningsmenn Liverpool og aðrir hafa deilt um hvort vítaspyrnu hafi verið að ræða eða ekki en Aldridge vill meina að Lovren hafi einfaldlega boðið upp á þetta.

„Auðvitað hefur vítaspyrnudómurinn verið stórt umræðuefni en að mínu mati eru þetta stór mistök hjá Lovren. Þetta er klaufalegur og barnalegur varnarleikur," skrifar Aldridge í pistli sem birtur var á vefsíðu Liverpool Echo.

„Sóknarmaðurinn var á leiðinni burt frá markinu. Þú gefur ekki leikmanninum tækifæri á snertingu svo hann geti farið niður. Þú átt ekki að gefa dómaranum tækifæri til að dæma vítaspyrnu."

„Ef þú ætlar að vera svona nálægt honum settu hendurnar upp í loft. Það segir dómaranum að þú sért ekki að snerta leikmanninn. Ef Lovren hefði gert það hefði dómarinn ekki dæmt vítaspyrnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner