Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 13. desember 2017 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um markið: Svona er þetta
Klopp getur ekki verið sáttur með úrslit kvöldsins.
Klopp getur ekki verið sáttur með úrslit kvöldsins.
Mynd: Getty Images
„Við getum gert betur og við verðum að gera betur," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir markalaust jafntefli gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Þetta var ekki okkar besti leikur en mér fannst við skapa færi til að vinna leikinn. Við nýttum þau ekki og verðum því að sætta okkur við úrslitin," sagði Klopp.

„Við vorum dálítið stífir í fyrri hálfleiknum, sendingarnar og hreyfingin á liðinu var ekki góð, en þrátt fyrir það fengum við nokkur góð færi. Við breyttum nokkrum sinnum um kerfi í seinni hálfleiknum. Þetta var erfitt en Loris Karius (markvörður Liverpool) þurfti bara einu sinni að hafa fyrir því að verja skot."

Mark var dæmt af Liverpool undir lok leiksins eftir að boltinn fór í hendi Dominic Solanke.

„Ég er ekki viss. Boltinn fer í bringuna hans og svo er ég ekki viss um hvort hann fer í höndina hans. Svona er þetta."

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner