Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 13. desember 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matthaus: Myndi kaupa Kane á morgun ef ég gæti
Mynd: Getty Images
„Allir í Evrópu eru að tala um Harry Kane," segir Lothar Matthaus, leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Þýskalands, í pistli sem hann ritar í götublaðið The Sun í gær.

Matthaus, sem lék með liðum eins og Bayern og Inter Milan, telur að Kane geti "plumað sig" í hvaða liði sem er.

„Ég kann mjög vel við Kane, ef ég væri knattspyrnustjóri, og ef ég ætti pneinginn, þá myndi ég fara og kaupa hann á morgun."

„Eini leikmaðurinn í hans stöðu, sem ég myndi velja fram yfir hann er Robert Lewandowski. Kane er samt mikið yngri og á eftir að verða enn betri," sagði Matthaus enn fremur.

„Það liggur enginn vafi á því að Kane getur spilað fyrir hvaða lið sem er í Evrópu. Þar á meðal eru Real Madrid og Barcelona. Hann myndi líka skora fyrir öll lið í Evrópu."

Kane hefur skorað 50 mörk í 48 leikjum á árinu 2017.

Sjá einnig:
Kane með fleiri mörk en Ronaldo, Neymar, Crystal Palace og WBA
Athugasemdir
banner
banner
banner