Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. desember 2017 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pardew: Hélt að það hefði verið mark
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, stjóri West Brom, var himinlifandi með að sleppa frá Anfield með eitt stig í veganestinu.

West Brom náði að gera markalaust jafntefli gegn Liverpool.

„Við vorum mjög vonsviknir að tapa gegn Swansea, við áttum ekki skilið að tapa þar. Þú þarft að vinna fyrir úrslitum og í dag vorum við frábærir varnarlega," sagði Pardew eftir leikinn.

„Sjálfstraustið í varnarleiknum er að verða meira og meira. Útlitið er strax bjartara eftir kvöldið."

Mark var dæmt af Liverpool undir lok leiksins. Um það sagði Pardew „Ég hélt að það hefði verið mark, alveg þangað til ég sá að aðstoðardómarinn hreyfði sig ekki. Það er alltaf gott. Þett var vel dæmt hjá dómaranum þar sem þetta var hendi."
Athugasemdir
banner