Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. desember 2017 17:19
Elvar Geir Magnússon
Sturaro fór yfir strikið á Instagram - „Ég er með mömmu þinni"
Sturaro hefur beðist afsökunar.
Sturaro hefur beðist afsökunar.
Mynd: Getty Images
Stefano Sturaro, miðjumaður Ítalíumeistara Juventus, hefur beðist afsökunar á að hafa farið yfir strikið í skilaboðum sínum til tólf ára drengs gegnum Instagram.

Strákurinn móðgaði Sturaro sem svaraði reiður.

„Róaðu þig eða ég móðga þig á þann hátt að þú munt gráta í þrjá daga. Farðu að leika þér með Pokemon og hættu að ónáða mig hálfviti. Farðu til móður þinna og grenjaðu krakki. Reyndar er ég heima með mömmu þinni núna," skrifaði Sturaro.

Hann baðst opinberlega afsökunar í dag og sagði að hann hefði átt að loka augunum fyrir ummælum stráksins.

„Ég bið alla þá afsökunar sem þessi ummæli höfðu áhrif á," segir Sturaro.

Sturaro á ekki fast sæti í liði Juventus en hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner