Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. desember 2017 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern jók forskotið - Alfreð spilaði í tapi
Bayern er á mikilli siglingu.
Bayern er á mikilli siglingu.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski var hetja Bayern München gegn Köln í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Lewandowski skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins þegar klukkutími var liðinn.

Bayern er nú með níu stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en í öðru sæti er Schalke 04 sem hafði betur gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg í markaleik.

Alfreð spilaði 72 mínútur í fremstu víglínu hjá Augsburg, sem er í níunda sæti deildarinnar eftir kvöldið.

Hoffenheim lagði Stuttgart að velli, Hertha vann Hannover 3-1 Bayer Leverkusen vann heimasigur á Werder Bremen. Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder í kvöld.

Bayern 1 - 0 Koln
1-0 Robert Lewandowski ('60 )
-
Hoffenheim 1 - 0 Stuttgart
1-0 Marc Uth ('81 )

Hertha 3 - 1 Hannover
1-0 Salomon Kalou ('18 )
2-0 Salomon Kalou ('46 )
2-1 Ihlas Bebou ('65 )
3-1 Jordan Torunarigha ('83 )

Schalke 04 3 - 2 Augsburg
1-0 Franco Di Santo ('44 )
2-0 Guido Burgstaller ('47 )
2-1 Caiuby ('64 )
2-2 Michael Gregoritsch ('79 , víti)
3-2 Daniel Caligiuri ('83 , víti)

Bayer 1 - 0 Werder
1-0 Lucas Alario ('11 )
Athugasemdir
banner
banner