Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. desember 2017 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Tekur á að spila á þriggja daga fresti
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var svekktur eftir markalaust jafntefli gegn West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Arsenal var meira með boltann en um það er ekki spurt, það eru auðvitað mörkin sem skipta máli.

„Við vorum svo mikið með boltann, en þetta er ergjandi þar sem við hefðum jafnvel getað tapað leiknum," sagði Wenger eftir að dómarinn flautaði til leiksloka.

„Þeim (West Ham) finnst gaman að verjast, þeir gerðu það gegn Chelsea og Manchester City."

„Það tekur á að spila á þriggja daga fresti."

Jack Wilshere byrjaði hjá Arsenal í kvöld og Wenger var hæstánægður með frammistöðu hans.

„Hann spilaði vel. Hann þarf að fá spiltíma, ég hef sagt það margoft. Það sem hann gerði í kvöld var jákvætt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner