Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mán 14. janúar 2013 17:51
Elvar Geir Magnússon
Forren í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun
Samkvæmt fjölmiðlum í Noregi mun norski varnarmaðurinn Vegard Forren gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool á morgun. Þessi 24 ára miðvörður var einnig orðaður við Manchester United og Everton.

Forren er samningsbundinn Noregsmeisturum Molde en fyrr í þessum mánuði samþykkti félagið tilboð frá Club Brugge en leikmaðurinn hafði ekki áhuga á að fara til Belgíu.

Forren hefur sagt að draumur sinn sé að spila í ensku úrvalsdeildinni og nú lítur út fyrir að sá draumur sé að rætast.

„Í mínum huga er enska úrvalsdeildin besti staðurinn til að spila fótbolta. Ég er að reyna að komast þangað. Ef það gengur ekki eftir er líklegast að ég verði áfram hjá Molde," sagði Forren á dögunum.

Forren hefur leikið fimm A-landsleiki fyrir Noreg.
Athugasemdir
banner
banner