Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 14. janúar 2017 17:00
Elvar Geir Magnússon
„Áberandi að við eigum marga spennandi leikmenn"
Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, fékk sér sæti með þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins en liðið er statt í Kína þar sem leikið verður til úrslita gegn Síle í vináttumóti í fyrramálið.

Óskar spjallaði við Heimi Hallgrímsson og aðstoðarmenn hans, Helga Kolviðsson og Guðmund Hreiðarsson. Rætt var um þá framþróun sem hefur orðið í íslenskum fótbolta síðustu ár.

„Við höfum verið að ná góðum árangri bæði með karla- og kvennalandsliðið. Það sem mér finnst ég vera að sjá karlamegin er að það eru fleiri leikmenn sem koma til greina. Hópurinn er að þéttast. Mér finnst það áberandi í þessari ferð hversu margir leikmenn eru spennandi og þurfa ekki að bæta sig mikið til að vera virkilega að banka á dyrnar á aðalhópnum," segir Heimir en fjórir nýliðar léku í sigrinum gegn Kína í undanúrslitum.

„Við erum komnir á góðan stað með þetta landslið, höfum lengi verið í kringum 20. sætið á styrkleikalista FIFA. Ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur er það leikmanna að gera það."

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá spjallið en þar var meðal annars talað um hversu auðvelt sé fyrir ungt fólk í dag að leita upplýsinga um réttar leiðir í átt að árangri.
Athugasemdir
banner
banner