Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 14. janúar 2018 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert: Þeir vilja ekki hleypa mér neitt eins og er
Albert býst við því að vera áfram hjá PSV.
Albert býst við því að vera áfram hjá PSV.
Mynd: Getty Images
Staða Alberts Guðmundssonar hjá PSV Eindhoven er nokkuð flókin í augnablikinu. Hann æfir með aðalliðinu, en er ekki mikið að spila, hann er mestmegnis á varamannabekknum.

Hann hefur verið lykilmaður í varaliðinu og var fyrirliði á síðustu leiktíð, en hann getur ekki spilað mikið með varaliðinu núna þar sem hann þarf að vera ferskur fyrir aðalliðið ef eitthvað kemur upp á.

Reiknar Albert með því að yfirgefa PSV í janúar glugganum til að fá meiri spiltíma?

„Þeir vilja ekki hleypa mér neitt eins og er. Ég býst við því að ég verði áfram í harkinu að reyna að komast inn í liðið og fá fleiri mínútur," sagði Albert í viðtali í gær.

Hann er þessa stundina í æfingaferð með íslenska landsliðinu í Indónesíu. Hann var maður leiksins í 6-0 sigri á fimmtudaginn en byrjar á varamannabekknum í dag.
Albert Guðmunds: Þarf að vinna fyrir því að komast á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner