sun 14. janúar 2018 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Íslands - Sex breytingar gerðar
Icelandair
Ólafur Ingi og Arnór byrja báðir.
Ólafur Ingi og Arnór byrja báðir.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Indónesíu í vináttulandsleik klukkan 12:00.

Leikurinn fer fram á Gelora Bung Karno í Jakarta en hann rúmar 76 þúsund manns. Uppselt er á leikinn og því ætti að myndast nokkuð góð stemning.

Ísland mætti Indónesíu á fimmtudag og þá vannst 6-0 sigur.

Heimir gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá þeim leik. Aðeins Samúel Kári Friðjónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Ólafur Ingi Skúlason, Arnór Ingvi Traustason og Andri Rúnar Bjarnason halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hann er einnig sýndur í beinni útsendingu á Rúv 2.

Rúnar Alex Rúnarsson byrjar á milli stanganna, Jón Guðni Fjóluson byrjar með Hólmar Erni í miðverði, Felix Örn Friðriksson sem lék sinn fyrsta landsleik á fimmtudaginn byrjar svo í vinstri bakverði. Aron Sigurðsson og Arnór Smárason koma inn á miðjuna með Arnóri og Ólafi Inga og Kristján Flóki Finnbogason er frammi með Andra Rúnari sem er að leika sinn annan landsleik.

Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði í dag rétt eins og á fimmtudaginn og kemur það ekki á óvart.

Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson (m)
Samúel Kári Friðjónsson
Jón Guðni Fjóluson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Felix Örn Friðriksson
Arnór Ingvi Traustason
Ólafur Ingi Skúlason (f)
Arnór Smárason
Aron Sigurðarson
Kristján Flóki Finnbogason
Andri Rúnar Bjarnason



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner