Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. janúar 2018 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Castillion skoraði í fraumraun sinni
Mynd: FH - Twitter
FH 1 -1 Grindavík
0-1 Jóhann Helgi Hannesson ('36)
1-1 Geoffrey Castillion ('40)

FH og Grindavík mættust í A-deild Fótbolta.net mótsins í dag. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni.

Grindvíkingar, sem voru spútniklið Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabil, komust yfir með þegar Jóhann Helgi Hannesson skoraði. Grindvíkingar hafa misst markahrókinn Andra Rúnar Bjarnason í atvinnumennskuna en það er spurning hvernig liðinu tekst að fylla í hans skarð sem er gífurlega stórt.

Grindavík komst yfir á 36. mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði FH og var þar að verki Geoffrey Castillion sem spilaði með Víkingi Reykjavík á síðasta tímabili. Geoffrey samdi við FH í nóvember.

Hvorugt liðið náði að skora í seinni hálfleiknum og urðu lokatölur upp á Skaga 1-1. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu en með í þessum riðli eru HK og Keflavík. Þau lið mættust í Kórnum síðastliðinn föstudag og hafði HK þá betur, 2-1.

Byrjunarlið FH: 1. Gunnar Nielsen; 4. Bergsveinn Ólafsson, 6. Robbie Crawford, 7. Steven Lennon, 8. Kristinn Steindórsson, 9. Þórarinn Ingi Valdimarsson, 10. Davíð Þór Viðarsson, 20. Geoffrey Castillion, 22. Halldór Orri Björnsson, 27. Hjörtur Logi Valgarðsson, 29. Guðmundur Karl Guðmundsson.

Byrjunarlið Grindavíkur: 12. Kristijan Jajalo; 6. Aron Jóhannsson, 7. Orri Hjaltalín, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías Örn Friðriksson, 10. Alexander Veigar Þórarinsson, 11. Jóhann Helgi Hannesson, 15. Nemanja Latinovic, 20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, 21. Marinó Axel Helgason, 25. Sigurjón Rúnarsson.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner