Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. janúar 2018 23:52
Elvar Geir Magnússon
Independent: Sanchez gæti orðið leikmaður Man Utd á morgun
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Independent segir að Manchester United telji sig vera að landa Alexis Sanchez frá Arsenal og að málin gætu verið kláruð á morgun, mánudag.

Manchester City er ekki tilbúið að borga 35 milljónir punda fyrir Sílemanninn og talið að United sé líklegasti áfangastaður leikmannsins.

Arsene Wenger staðfesti í dag að framtíð leikmannsins ætti að skýrast á næstu tveimur sólarhringum en Independent segir að það gæti gerst fyrr.

Sanchez var ekki í leikmannahópi Arsenal í 2-1 tapinu gegn Bournemouth.

Manchester United er sagt vera tilbúið að borga Sanchez 400 þúsund pund í vikulaun en samningur hans við Arsenal rennur út í sumar. Alveg ljóst er að þessi 29 ára sóknarmiðjumaður vill fara burt frá Emirates.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vildi ekki svara spurningum um Sanchez eftir tapið gegn Liverpool í dag. Hann sagði að Sanchez væri leikmaður Arsenal og væri ekki til umræðu.

Gabriel Jesus verður ekki eins lengi frá og talið var og það minnkar þörf City á að krækja í Sanchez.

Þá má gera ráð fyrir því að Sanchez yrði í stærra hlutverki hjá United en hann myndi vera í City.
Athugasemdir
banner
banner
banner