Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. janúar 2018 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg býður Albert velkominn í hópinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og vel hefur verið fjallað um fór Albert Guðmundsson á kostum þegar Ísland vann 4-1 sigur á Indónesíu í vináttulandsleik.

Albert kom inn á sem varamaður um miðjan fyrri hálfleikinn og skellti í þrennu.

Hann jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiksins, skoraði síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur áður en hann rak síðasta smíðshöggið með fallegu marki á 71. mínútu.

Albert er tíundi leikmaðurinn í sögu íslenska landsiðsins til að skora þrennu í A-landsleik, en þetta hefur Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins tekið saman.

Einn af hinum níu sem hefur skorað þrennu er Jóhann Berg Guðmundsson en hann gerði það á eftirminnilegu kvöldi í Bern í Sviss í undankeppninni fyrir HM 2014.

Jóhann Berg tístaði eftir þrennu Albert þar sem hann bauð hann velkominn í þrennuhópinn eins og sjá má hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner