sun 14. janúar 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Moyes fjórði stjórinn til að vinna 200 leiki
Mynd: Getty Images
David Moyes varð í gær fjórði stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til þess að vinna 200 leiki í deildinni.

Moyes hefur þjálfað Everton, Manchester United og Sunderland í deildinni en þjálfar nú West Ham.

200. sigurinn kom í frábærum 4-1 sigri West Ham á Huddersfield í gær.

Moyes var eins og fyrr segir sá fjórði í sögunni til þess að vinna 200 leiki en áður hafa Alex Ferguson (528), Arsene Wenger (468) og Harry Redknapp (236) náð því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner