Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. janúar 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez ferðaðist ekki með Arsenal - Á leið til Man Utd
Mynd: Getty Images
Sílemaðurinn Alexis Sanchez ferðaðist ekki með Arsenal í leikinn gegn Bournemouth sem er í dag klukkan 13:30. Gera má fastlega ráð fyrir því að ástæðan á bak við það sé sú að hann er yfirgefa félagið.

Manchester-félögin, United og City eru í samkeppni um hann, en í slúðurpakkanum í morgun var sagt að Liverpool hefði bæst í kapphlaupið um hann.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Manchester United líklegasti áfangastaður hans.

Fyrir nokkrum dögum var það fullyrt að hann yrði leikmaður Manchester City en svo virðist sem nágrannarnir í United séu að hreppa Sílemanninn.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlaði að hafa hann í liði sínu í dag en snerist hugur á síðustu æfingu fyrir leikinn í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner