Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. janúar 2018 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shelvey neitaði að taka í hendina á Benitez
Mynd: Getty Images
Jonjo Shelvey hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir að hann var tekinn af velli í 1-1 jafntefli Newcastle gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Shelvey var tekinn af velli seint í leiknum. Hann brást illa við, hristi hausinn og neitaði að taka í hendina á knattspyrnustjóra sínum, Rafa Benitez þegar hann gekk út af.

Benitez sagði eftir leikinn að viðbrögð Shelvey hefðu verið skiljanleg.

„Þegar þú ert ekki að vinna leik sem er eins mikilvægur og þessi, þá ættu allir leikmenn að vera vonsviknir ef þeir fá ekki að halda áfram að spila," sagði Benitez.

Á Twitter var Shelvey gagnrýndur fyrir hegðun sína og talið er að hann hafi beðið Benitez afsökunar.



Athugasemdir
banner
banner
banner