Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 14. febrúar 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Allegri: Napoli sýndu hversu góðir þeir eru
Massimilano Allegri
Massimilano Allegri
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus hrósaði liðsmönnum sínum fyrir frammistöðuna í 1-0 sigrinum á Napoli í uppgjöri toppliðanna á Ítalíu í gærkvöldi.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og eina markið kom á lokamínútum leiksins.

„Þetta var mjög taktískur leikur. Hann var í miklu jafnvægi og það þurfti bara eitt augnablik til að breyta honum. Ég dáist að strákunum fyrir frammistöðuna og þá þolinmæði sem þeir sýndu," sagði Allegri sem leyndi ekki aðdáun sinni á andstæðingunum.

„Við höfum ákveðið markmið og það verður erfitt að ná því. Það eru 13 leikir eftir og Napoli sýndu enn og aftur hversu góðir þeir eru."

„Við þurftum að sýna þetta hugarfar og spila á lægra tempói því lið með Higuain, Callejon, Insigne, Allan og Hamsik getur valdið miklum usla ef þeir fá svæði fyrir aftan vörnina til að vinna með. Strákarnir gerðu frábærlega í að loka því,"
sagði Allegri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner