Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. febrúar 2016 15:56
Arnar Geir Halldórsson
England: Liverpool niðurlægði Aston Villa
Origi fagnaði með stuðningsmönnum Liverpool
Origi fagnaði með stuðningsmönnum Liverpool
Mynd: Getty Images
Aston Villa 0 - 6 Liverpool
0-1 Daniel Sturridge ('16 )
0-2 James Milner ('25 )
0-3 Emre Can ('58 )
0-4 Divock Origi ('63 )
0-5 Nathaniel Clyne ('65 )
0-6 Kolo Toure ('71 )

Liverpool átti ekki í nokkrum einustu vandræðum með botnlið Aston Villa þegar liðin mættust á Villa Park í dag.

Daniel Sturridge var í byrjunarliði Liverpool og það tók hann aðeins 16 mínútur að koma sér á blað. Stuttu síðar skoraði James Milner með marki beint úr aukaspyrnu og staðan í hálfleik 2-0.

Markasúpan hófst svo fyrir alvöru eftir tæplega klukkutíma. Emre Can skoraði þriðja mark Liverpool á 58.mínútu og skömmu síðar skoraði Divock Origi eftir að hafa komið inn af bekknum.

Síðustu tvö mörkin voru svo skoruð af varnarmönnunum Nathaniel Clyne og Kolo Toure og 6-0 sigur Liverpool staðreynd.

Liverpool skýst því upp í 8.sæti deildarinnar en stuðningsmenn Aston Villa geta farið að undirbúa sig fyrir B-deildarfótbolta þar sem liðið er langneðst, átta stigum frá öruggu sæti þegar tólf umferðum er ólokið og engar blikur á lofti um að spilamennskan sé að batna.
Athugasemdir
banner
banner
banner