Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. febrúar 2016 13:54
Arnar Geir Halldórsson
England: Welbeck hetja Arsenal í ótrúlegum leik
Vardy var öryggið uppmálað á vítapunktinum
Vardy var öryggið uppmálað á vítapunktinum
Mynd: Getty Images
Walcott í þann mund að jafna metin
Walcott í þann mund að jafna metin
Mynd: Getty Images
Mögnuð endurkoma Welbeck
Mögnuð endurkoma Welbeck
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 1 Leicester City
0-1 Jamie Vardy ('46 , víti)
1-1 Theo Walcott ('70 )
2-1 Danny Welbeck (´90+5)
Rautt spjald:Danny Simpson, Leicester City ('54)

Topplið Leicester heimsótti Arsenal í fyrsta leik dagsins í enska boltanum og úr varð hörkuskemmtun.

Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir nokkra sekúndna leik var Mesut Özil nálægt því að koma Arsenal yfir.

Heimamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik á meðan gestirnir ógnuðu með skyndisóknum. Eftir eina þeirra þurfti Petr Cech að hafa sig allan við til að verja skalla Jamie Vardy.

Á 43.mínútu geystust gestirnir í enn eina skyndisóknina sem endaði með því að Nacho Monreal felldi Vardy innan teigs. Vardy fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi.

Arsene Wenger gerði breytingu á vörn sinni í hálfleiknum því Laurent Koscielny var skipt af velli vegna meiðsla og í hans stað kom Calum Chambers.

Snemma í síðari hálfleik urðu Leicester fyrir áfalli þegar Danny Simpson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir klaufalegt brot á Oliver Giroud. Í kjölfarið tók Claudio Ranieri Riyad Mahrez af velli fyrir Marcin Wasilewski.

Við þetta þyngdist sóknarleikur heimamanna enn frekar og það skilaði sér á 70.mínútu þegar varamaðurinn Theo Walcott jafnaði metin eftir góðan undirbúning Giroud.

Stuttu síðar vildu Arsenal menn fá vítaspyrnu þegar Giroud skaut boltanum í hönd Robert Huth en Martin Atkinson dæmdi ekkert.

Arsenal menn héldu áfram að þjarma að gestunum og á 85.mínútu fékk Per Mertesacker kjörið tækifæri til að skora en skalli hans fór framhjá markinu. Stuttu síðar átti Giroud hörkuskot að marki af stuttu færi en Kasper Schmeichel varði frábærlega.

Pressan skilaði loks marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og það var varamaðurinn Danny Welbeck sem skallaði aukaspyrnu Özil í netið. Fyrsti leikur Welbeck á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner