Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. febrúar 2016 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Hodgson ánægður með framherjaúrvalið
Hodgson með valkvíða
Hodgson með valkvíða
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands telur sig eiga við lúxusvandamál að etja þegar kemur að því að stilla upp byrjunarliði enska landsliðsins.

Hodgson var gestur í Match of the Day sjónvarpsþættinum á BBC í gær og ræddi þar um nokkra leikmenn sem verða í eldlínunni með enska landsliðinu á EM í Frakklandi næsta sumar.

Wayne Rooney, Harry Kane og Jamie Vardy eru þeir þrír framherjar sem eru að öllum líkindum öruggir inn í lokahópinn en Hodgson er ekki búinn að gera upp við sig hvort hann geti stillt þeim öllum upp í einu.

„Það er ánægjulegt að sjá hvernig Wayne hefur staðið sig að undanförnu. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er fyrirliðinn okkar og leikmaður sem við þurfum að stóla á, á EM," segir Hodgson.

„Við höfum marga möguleika þegar kemur að leikskipulagi."

„Við getum spilað með tvo upp á topp eða með einn framherja. Stóra málið er varðandi Kane og Vardy því þeir hafa báðir verið framúrskarandi í vetur,"
sagði Hodgson.
Athugasemdir
banner
banner
banner